Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlýnar með rigningu á morgun
Föstudagur 27. janúar 2006 kl. 09:15

Hlýnar með rigningu á morgun

Í morgun kl. 06 voru sunnan 8-13 m/s austantil á landinu, en hægari vestanátt vestantil. Léttskýjað norðaustanlands, annars skýjað og víða dálítil rigning. Hiti var 0 til 9 stig, hlýjast á Seyðisfirði.

Viðvörun!
Búist er við stormi á Grænlandssundi og Norðurdjúpi.

Yfirlit
Við Scoresbysund er 998 mb lægð sem þokast NA, en við Skotland er 1035 mb hæð. Langt SV í hafi er 971 mb lægð sem hreyfist NA.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Suðvestanátt, víða 8-15 m/s norðvestantil og einnig austanlands í fyrstu, annars hægari. Rigning eða slydda, en þurrt norðaustantil. Styttir upp þegar líður á daginn, fyrst vestanlands. Kólnandi veður, hiti kringum frostmark í kvöld. Gengur í suðaustan 8-13 á morgun og hlýnar með rigningu sunnan- og vestanlands.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Fremur hæg vestlæg átt og styttir upp. Hiti 0 til 4 stig, en frystir í uppsveitum í kvöld. Suðaustan 8-13 og hlýnar með rigningu á morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024