Hlýnar með rigningu
Veðurhorfur fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Vaxandi suðaustan átt og hlýnar, 10-15 og dálítil slydda eða snjókoma síðdegis, en rigning í kvöld. Hægari og úrkomulítið í fyrramálið, en austlæg átt 8-13 og rigning eftir hádegi. Hiti 2 til 6 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Suðvestan 10-15 m/s og víða él, en skýjað með köflum NA-lands. Hiti við frostmark. Gengur í suðaustanhvassviðri eða storm með slyddu eða rigningu um kvöldið og hlýnar, fyrst SV-til.
Á föstudag:
Suðlæg átt, 8-13 m/s og él, en hægara og léttir til N-og A-lands. Kólnandi veður.
Á laugardag:
Breytilegar áttir og dálítil él, en gengur í vestanhvassviðri með snjókomu N-lands síðdegis. Frost 0 til 5 stig.
Á sunnudag og mánudag:
Breytilegar áttir og éljagangur. Hiti kringum frostmark.