Hlýnar með kvöldinu
Klukkan 9 var fremur hæg vestlæg eða breytileg átt. Léttskýjað austanlands, annars skýjað en þurrt að kalla. Hiti frá 4 stigum á Gufuskálum niður í 13 stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Hæg suðvestlæg átt. Skýjað og súld eða þokuloft með köflum í kvöld og á morgun. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig með kvöldinu.
Kortið er tekið af vef Veðurstofunnar. Það sýnir veðrið kl. 15 í dag.