Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlýnar á morgun
Mánudagur 30. mars 2009 kl. 08:21

Hlýnar á morgun


Veðurspá dagins fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir norðan 10-18 m/s og léttskýjuðu með köflum, en norðaustan 8-15 síðdegis. Þykknar upp í nótt, heldur hvassari og stöku él á morgun, einkum síðdegis. Frost 0 til 10 stig, en sums staðar frostlaust við ströndina á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:
Austan og norðaustan 10-15 m/s, en 15-20 við suðurströndina um kvöldið. Slydda eða snjókoma á sunnanverðu landinu, en víða él annars staðar. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust syðst.

Á miðvikudag:

Allhvöss eða hvöss austlæg átt. Snjókoma eða él og vægt frost á norðanverðu landinu, annars rigning eða slydda og hiti 0 til 5 stig.

Á fimmtudag og föstudag:

Austan- og norðaustanátt. Slydda eða snjókoma með köflum, en rigning öðru hverju sunnantil á landinu. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:

Suðlæg átt, vætusamt og heldur hlýnandi í bili.

Á sunnudag:
Útlit fyrir breytileg eða norðlæga átt með éljum og kólnandi veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024