Hlýnandi veður og rigning - aukin hálka
Veðurhorfur við Faxaflóa í dag
Suðaustan 10-18 m/s með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Hiti 0 til 5 stig. Suðvestan 5-13 og skúrir eða él í kvöld. Suðvestan 8-15 á morgun, éljagangur og hiti um og undir frostmarki.
Færð
Hlánar í dag á láglendi, fyrst suðvestanlands með rigningu og hvassviðri. Við þær aðstæður verður flughálka á vegum þar sem snjór og ís er fyrir. Hálka er á Suðurstrandarvegi og víða á Suðurnesjum.