Hlýnandi veður næstu daga
Snjó ætti að taka hratt upp því spáð er hlýnandi veðri út vikuna. Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir austan 5-10 og skýjað með köflum, en líkur á dálítilli slyddu sunnantil í kvöld. Rigning eða slydda með köflum á morgun. Hiti 0 til 5 stig að deginum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Austan 5-10 m/s og skýjað, en suðaustan 3-8 og bjartviðri síðdegis. Dálítil slydda eða rigning í nótt og á morgun. Hiti 0 til 4 stig, en heldur hlýrra á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Suðaustan 5-13 m/s, hvassast suðvestantil á landinu. Dálítil rigning eða slydda S- og V-lands og hiti 0 til 5 stig, en annars bjart að mestu og 1 til 12 stiga frost, kaldast í innsveitum á NA-landi.
Á miðvikudag:
Austan- og suðaustanátt, 5-13 m/s, hvassast A-lands. Snjókoma eða slydda, einkum SA-lands, en skýjað og stöku él norðvestantil. Hiti breytist lítið, en dregur úr frosti nyrðra.
Á fimmtudag:
Suðvestanátt með vætu á vestanverðu landinu, en annars þurrt að kalla. Hlýnandi veður.
Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Suðvestanátt og vætusamt á vestanverðu, en úrkomulítið N- og A-lands. Fremur milt veður.