Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlýnandi veður framundan
Fimmtudagur 4. janúar 2007 kl. 09:16

Hlýnandi veður framundan

Klukkan 6 var hægviðri, en norðan gola austast. Bjartviðri eða skýjað og dálítil úrkoma á annesjum norðan- og austanlands. Kaldast var 7 stiga frost á Þingvöllum, en hlýjast 4 stiga hiti á Ingólfshöfða.

Yfirlit
Skammt A af Færeyjum er 970 mb lægð á austurleið. Um 350km S Hvarfi er 965 mb lægð á hreyfingu norðaustur.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Hægviðri og skýjað. Gengur í suðaustan 13-18 með rigningu eða slyddu síðdegis, fyrst suðvestantil, en yfirleitt hægari norðan- og austanlands. Suðvestan 10-15 og skúrir í kvöld, fyrst á Suðvesturlandi. Mun hægari og suðlægari í nótt og á morgun og léttir til fyrir norðan. Hiti 0 til 6 stig að deginum, en víða frost fram eftir morgni.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vaxandi suðaustanátt í dag, 13-18 m/s og rigning síðdegis. Suðvestan 8-13 og skúrir seint í kvöld, en suðlæg átt, 5-10 seint í nótt og á morgun. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig síðdegis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024