Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlýnandi veður
Fimmtudagur 7. janúar 2010 kl. 08:24

Hlýnandi veður


Reikna má með hlýnandi veðri næstu daga samkvæmt veðurspá. Spáin fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn er svohljóðandi: Hæg vestlæg átt, skýjað og úrkomulítið, en dálítil rigning eða slydda eftir hádegi. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í uppsveituum. Suðlægari og hiti 1 til 6 stig á morgun

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Hæg vestlæg átt og skýjað með köflum. Skýjað um hádegi, en úrkomulítið. Hiti 0 til 3 stig. Suðlægari á morgun og hiti 1 til 5 stig.
Spá gerð: 07.01.2010 06:34. Gildir til: 08.01.2010 18:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:


Á laugardag:
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s, hvassast og rigning S- og V-lands, en annars bjart að mestu. Hiti víða 2 til 7 stig, en hlánar A-lands þegar líður á daginn.

Á sunnudag:
Suðvestlæg átt, 8-13 m/s og rigning með köflum, en þurrt og bjart með köflum NA- og A-lands. Hiti 2 til 7 stig, en vægt frost NA-lands.

Á mánudag og þriðjudag:

Suðlæg átt, skýjað og dálítil úrkoma S-lands, en bjart að mestu á N-landi. Kólnandi veður, einkum norðantil.

Á miðvikudag:

Útlit fyrir suðaustlæga átt með rigningu syðra, en björtu og þurru veðri um landið norðanvert.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024