Hlýnandi veður
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Norðan 8-15 m/s, 10-18 um hádegi, en sums staðar hvassari. Snjókoma með köflum, slydda síðdegis, en hægari og rofar til í kvöld. Norðaustan 8-13 og skýjað með köflum á morgun, en dálítil slydda norðantil. Hlýnar og hiti 0 til 4 stig seint í dag.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Norðan 8-15 m/s, en hvassari í vindstrengjum og um tíma síðdegis. Skýjað og dálítil snjókoma, en slydda undir kvöld og rofar síðan til. Hlýnar smám saman, hiti 0 til 3 stig síðdegis. Norðan 5-8 og léttskýjað með köflum á morgun
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Norðan og norðaustan 8-15 m/s, hvassast norðvestantil á landinu, en dregur úr vindi austantil um kvöldið. Víða él eða snjókoma með köflum, en léttir til suðvestanlands. Hiti 0 til 4 stig, en vægt frost inn til landsins.
Á föstudag:
Austan og norðaustan 8-13 m/s og él eða slydduél, einkum við ströndina, en lengst af þurrt á SV- og V-landi. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Austlæg átt, viða 8-13 m/s með slyddu eða rigningu og hlýnandi veðri.
Á sunnudag:
Austlæg átt og dálítil væta sunnantil og síðan einnig austantil, en annars úrkomulítið. Vægt frost til landsins, en annars 0 til 5 stiga hiti.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir breytilega átt með slyddu eða rigningu, en síðan skúrum eða éljum. Hiti breytist lítið.
--
Ljósmynd/Ellert Grétarsson - Vetrarfegurð í Sólbrekkuskógi. Keilir fjær.