Hlýnandi með suðaustanátt og rigningu
Veðurspáin fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir vaxandi austanátt. Það þykknar upp með 13-18 m/s og fer að snjóa kringum hádegi, en slydda eða rigning seinni partinn. Hægari og úrkomuminni í kvöld. Suðaustan 13-18 og talsverð rigning á morgun. Hlýnandi veður, hiti 0 til 6 stig með kvöldinu.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Suðaustan 8-13 m/s og rigning eða slydda, en sums staðar dálítil snjókoma á NA-landi. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast SV-lands.
Á laugardag:
Hægviðri og víða bjart, en él á stöku stað við sjávarsíðuna. Kólnandi veður.
Á sunnudag og mánudag:
Suðlæg átt og rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið NA-lands. Milt veður.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir hægan vind með éljum á víð og dreif.
----
VFmynd/Ellert Grétarsson - Frá Stað í Grindavík.