Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlýjast á Suður-og Vesturlandi
Fimmtudagur 17. júlí 2008 kl. 07:12

Hlýjast á Suður-og Vesturlandi

Veðurspá gerir ráð fyrir að það verði hæg norðlæg eða breytileg átt, en norðvestan 3-10 m/s norðaustantil. Léttskýjað eða bjartviðri sunnan- og vestanlands, en stöku síðdegisskúrir í uppsveitum. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Norðan og norðvestan 5-10 í nótt og á morgun, lengst af léttskýjað suðvestantil, skýjað annars staðar, en rigning eða súld með köflum norðaustanlands. Kólnandi veður.

Faxaflói: Hæg norðlæg átt eða hafgola, en norðan og norðaustan 5-10 m/s seint í kvöld og á morgun. Lengst af léttskýjað, en hætt við síðdegisskúrum til landsins. Hiti 10 til 16 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Norðan 5-10 m/s og víða dálítil rigning með köflum, en bjart veður suðvestanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Suður- og Vesturlandi.

Á laugardag:

Norðan- og norðvestanátt, 3-8 m/s og víða léttskýjað, en heldur hvassari og dálítil væta af og til norðaustanlands. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:

Hægviðri eða hafgola og léttskýjað víðast hvar, en þokuloft við norður- og vesturströndina. Þykknar upp suðvestanlands seinni partinn. Áfram hlýtt, einkum til landsins.

Á mánudag:

Útlit fyrir austanstrekking, rigning og kólnar um landið sunnanvert, en hægari með björtu og hlýju veðri norðanlands.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Norðaustanátt og víða rigning, einkum suðaustanlands. Hiti 8 til 14 stig.

Af www.vedur.is