Hlýjast á Garðskagavita í morgunsárið
Klukkan sex í morgun var vestlæg átt, yfirleitt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og sums staðar él vestanlands, en víða léttskýjað austantil. Frost mældist 6 stig við Mývatn, en hlýjast var 4 stiga hiti á Garðskagavita, segir í frétt Veðurstofu Íslandd
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) um vestanvert landið í kvöld.
Vestlæg eða breytileg átt, yfirleitt 3-8 m/s og él, en léttskýjað austanlands. Vaxandi norðaustanátt og þykknar upp síðdegis, víða 15-20 og slydda eða snjókoma í kvöld, en 18-23 um landið vestanvert. Fer að draga úr vindi í fyrramálið. Norðaustan 13-18 um hádegi á morgun, en 8-13 síðdegis. Léttir til suðvestanlands, en snjókoma eða él norðan- og austanlands. Hiti 0 til 4 stig allvíða við strönd landsins í dag, en annars 1 til 10 stiga frost.
Gert 14.01.2003 kl. 07:55.
Myndin: Veðurtunglamynd frönsku veðurstofunnar kl. 06 í morgun. Af vef Veðurstofu Íslands.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) um vestanvert landið í kvöld.
Vestlæg eða breytileg átt, yfirleitt 3-8 m/s og él, en léttskýjað austanlands. Vaxandi norðaustanátt og þykknar upp síðdegis, víða 15-20 og slydda eða snjókoma í kvöld, en 18-23 um landið vestanvert. Fer að draga úr vindi í fyrramálið. Norðaustan 13-18 um hádegi á morgun, en 8-13 síðdegis. Léttir til suðvestanlands, en snjókoma eða él norðan- og austanlands. Hiti 0 til 4 stig allvíða við strönd landsins í dag, en annars 1 til 10 stiga frost.
Gert 14.01.2003 kl. 07:55.
Myndin: Veðurtunglamynd frönsku veðurstofunnar kl. 06 í morgun. Af vef Veðurstofu Íslands.