Hlýjast á Garðskagavita í morgun
Í morgun var hæg austlæg eða breytileg átt á landinu. Skýjað að mestu og stöku skúrir á Suðurlandi og Austfjörðum, en annars víða léttskýjað. Kaldast var 1 stiga frost á Blönduósi, en hlýjast 7 stiga hiti á Garðskagavita.
Við Jan Mayen er 1028 mb hæð. Langt SSA í hafi er 998 mb lægð sem þokast N.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Hæg austlæg eða breytileg átt. Skúrir á Suðurlandi, en annars skýjað með köflum eða léttskýjað. Fremur hæg austlæg átt á morgun, skýjað með köflum og víða skúrir. Hiti 2 til 10 stig í dag og 4 til 12 á morgun, hlýjast suðvestanlands, en vægt næturfrost norðaustantil.