Hlýjast á Garðskaga í morgun
Í morgun kl. 6 var hægviðri og víða bjart á vestanverðu landinu, en skýjað austan til og sums staðar þoka. Hiti var 5 til 12 stig, hlýjast á Garðskagavita.Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Hægviðri eða hafgola. Bjart veður norðvestantil á landinu, annars skýjað og stöku skúrir sunnanlands. Víða léttskýjað á morgun, en þokubakkar við austurströndina og dálítil súld suðaustanlands síðdegis. Hiti 10 til 15 stig, en 15 til 20 í innsveitum á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Suðaustan 3-8 m/s og skýjað með köflum, en smá skúrir síðdegis. Hiti 11 til 16 stig.
Hægviðri eða hafgola. Bjart veður norðvestantil á landinu, annars skýjað og stöku skúrir sunnanlands. Víða léttskýjað á morgun, en þokubakkar við austurströndina og dálítil súld suðaustanlands síðdegis. Hiti 10 til 15 stig, en 15 til 20 í innsveitum á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Suðaustan 3-8 m/s og skýjað með köflum, en smá skúrir síðdegis. Hiti 11 til 16 stig.