Hlýjast á Garðskaga í morgun
Í morgun kl. 6 var fremur hæg austlæg eða breytileg átt á landinu, en austan 5-10 m/s við suðurströndina. Skýjað að mestu sunnan og austantil, en annars bjartviðri. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast á Garðskagavita.Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum, en þokuloft eða súld úti við austurströndina. Hægt vaxandi austanátt í kvöld og þykknar upp. Austan 10-15 m/s og dálítil rigning eða súld sunnan- og austanlands í nótt og á morgun, en hægari og úrkomulítið norðvestan til. Hiti 7 til 16 stig að deginum, hlýjast í innsveitum.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Norðlæg átt, 3-5 m/s og léttskýjað. Austan 3-8 og skýjað með köflum á morgun, en 8-13 allra syðst seinni partinn. Hiti 10 til 16 stig, en 2 til 7 í nótt.
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum, en þokuloft eða súld úti við austurströndina. Hægt vaxandi austanátt í kvöld og þykknar upp. Austan 10-15 m/s og dálítil rigning eða súld sunnan- og austanlands í nótt og á morgun, en hægari og úrkomulítið norðvestan til. Hiti 7 til 16 stig að deginum, hlýjast í innsveitum.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Norðlæg átt, 3-5 m/s og léttskýjað. Austan 3-8 og skýjað með köflum á morgun, en 8-13 allra syðst seinni partinn. Hiti 10 til 16 stig, en 2 til 7 í nótt.