Hlýindi og smá væta
Veðurspá fyrir Faxaflóla næsta sólarhringinn: Norðaustan 3-8 m/s, skýjað og dálítil rigning í fyrstu, en léttir til undir hádegi. Fremur hæg austlæg átt á morgun og þykknar smám saman upp sunnantil. Hiti 12 til 18 stig, en kólnar á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Hæg breytileg átt. Bjart veður vestantil, en smásúld við austur- og suðausturströndina. Hiti 6-12 stig.
Á föstudag:
Hæg suðvestlæg átt og skýjað að mestu og smásúld vestanlands, en víða bjartviðri austantil. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Sunnanátt og skýjað en úrkomulitið, bjartara austantil. Hiti 7 til 12 stig.
Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með dálítilli vætu sunnan- og vestantil, annars skýjað með köflum. Heldur hlýnandi.