Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlutu verðlaun fyrir göngu í sumar
Þriðjudagur 23. nóvember 2004 kl. 16:39

Hlutu verðlaun fyrir göngu í sumar

Ferðamálasamtök Suðurnesja ásamt Loftmyndum ehf. stóðu að útgáfu gönguleiðakorts af Reykjanesi í sumar. Kortið hefur notið mikilla vinsælda og sala þess gengið vel í verslununm.

Kortinu var dreift ókeypis inn á hvert heimili á Suðurnesjum. Ferðamálasamtökin, Hitaveita Suðurnesja, Reykjanesbær, Sveitarfélagið Garður og Sandgerði kostuðu útgáfu og dreifingu kortstins á Suðurnesjum.

Í kjölfarið á útgáfu kortsins efndu Ferðamálasamtökin til hvataverðlauna um notkun þess, m.a. við gönguferðir á merktum gönguleiðum. Rafnkell Jónsson og Már Harðarson unnu til verðlauna en þeir sendu inn 435 ljósmyndir af þeim 16 leiðum sem þeir gengu í sumar.
Verðlaunin sem þeir hljóta eru GPS tæki af Garmin Geko 201 gerð og göngustafir.

Kristján Pálsson formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja afhendir Rafnkeli og Má verðlaunin sem samtals voru að verðmæti 40 þúsund krónur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024