Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hluti veitingamanna vissi ekki af Nettómótinu
Nettó-mótið fer fram árlega, fyrstu helgina í mars. Myndin er frá Nettó-mótinu um síðustu helgi.
Miðvikudagur 8. mars 2017 kl. 10:27

Hluti veitingamanna vissi ekki af Nettómótinu

- Þúsundir gesta og lokað á sumum veitingastöðum

Hið árlega Nettó-mót fór fram í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Á mótinu keppa yngri flokkar félaga víðs vegar af landinu í körfubolta og keppendum fylgja foreldrar, systkini, þjálfarar og fleiri svo þúsundir gesta voru á Suðurnesjum um síðustu helgi. Þrátt fyrir það var lokað á sumum veitingastöðum í hádeginu á laugardag.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, greinir frá því á Facebook-síðunni Reykjanesbær - Gerum góðan bæ betri að við athugun hafi komið í ljós að hluti veitingamanna hafi ekki vitað af Nettó-mótinu. „Þetta gerist þrátt fyrir að búið sé að fjalla vel um mótið í fjölmiðlum og á netinu í aðdraganda þess. Þetta þurfum við að laga svo gestir okkar fái eins góða þjónustu og kostur er en einnig svo rekstraraðilar nái að nýta þau tækifæri sem bjóðast þegar þúsundir gesta dvelja í bænum okkar heila helgi,“ skrifaði bæjarstjórinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024