Hluti Grindavíkur án rafmagns
Hluti Grindavíkur er nú án rafmagns og virðist hafa verið í nokkurn tíma. Það má sjá þegar flett er í gegnum vefmyndavélar sem fylgjast með bænum frá fellinu Þorbirni. Rafmagnsleysið er austan Víkurbrautar.
Veitukerfin eru víða löskuð í bæjarfélaginu sökum bæði jarðskjálfta og jarðgliðnunar.
Ekki verður ráðist í viðgerðir fyrr en birtir af degi á morgun en viðgerðarflokkar verða ekki sendir inn á svæðið í myrkri, segir Víðir Reynisson hjá almannavörnum í samtali við visir.is.
Hér er myndavél Live From Iceland sem fylgist með Grindavík.