Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlupu inn á flugbraut í mótmælaskyni
Fimmtudagur 3. júlí 2008 kl. 09:52

Hlupu inn á flugbraut í mótmælaskyni



Tveir menn voru handteknir við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun eftir að þeir höfðu hlaupið inn á flugbraut. Með athæfi sínu voru þeir að mótmæla brottför Keníamanns sem sótt hafði um pólitískt hæli hér á landi en var vísað frá, samkvæmt því sem fram kemur á visi.is í morgun.
Uppátæki mannanna er litið mjög alvarlegum augum og getur varðað fangelsi allt að sex árum. Þeir eru nú í haldi lögreglunnar og bíða yfirheyrslu.

Frá flugbrautunum á Keflavíkurflugvelli. VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024