Hlúa að fyrirtækjunum
Víkurfréttir lögðu tvær spurningar fyrir oddvita framboða í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningnar 14. maí.
Margrét Sanders er oddviti Sjálfstæðisflokksins
Hver eru helstu málefni ykkar framboðs fyrir þessar kosningar?
Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf, hlúa að þeim fyrirtækjum sem fyrir eru. Stórauka fjárframlög til íþróttamála
Leikskólamálin – Reykjanesbær er með lengsta biðtíma á landinu eftir leikskólaplássi skv. skýrslu BSRB.
Hvaða eitt, tvö málefni finnst þér vera efst á baugi hjá íbúum Reykjanesbæjar?
Leikskólamál. Vantar meiri jákvæðni hjá forsvarsmönnum sveitarfélagsins. Tala þarf upp sveitarfélagið og gera það að eftirsóttasta sveitarfélagi landsins.