Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hljómar leika með karlakórnum Heimi
Miðvikudagur 16. mars 2005 kl. 14:54

Hljómar leika með karlakórnum Heimi

Á næstunni munu hinir síungu Hljómar frá Keflavík skipta um gír og halda tónleika með Karlakórnum Heimi úr Skagafirði.
Gert er ráð fyrir að halda þrenna tónleika, sá fyrsti verður í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki þann 26. mars næstkomandi en svo verður spilað í Reykjanesbæ þann 9. apríl og 10. apríl í Háskólabíói.

Erlingur Björnsson, gítarleikari Hljóma, segir áhersluna vera á skemmtilega dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. „Við byrjum tónleikana á því að spila okkar efni og svo syngja Heimismenn sín lög. Svo ljúkum við dagskránni með því að syngja saman lög, bæði frá okkur og þeim í útsetningum Gunnars Þórðarsonar og Stefáns R. Gíslasonar, kórstjóra."

Fróðlegt verður að fylgjast með útkomunni, enda er um að ræða tvær ástsælustu „hljómsveitir" landsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024