Hljómar leika með karlakórnum Heimi
Á næstunni munu hinir síungu Hljómar frá Keflavík skipta um gír og halda tónleika með Karlakórnum Heimi úr Skagafirði.
Gert er ráð fyrir að halda þrenna tónleika, sá fyrsti verður í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki þann 26. mars næstkomandi en svo verður spilað í Reykjanesbæ þann 9. apríl og 10. apríl í Háskólabíói.
Erlingur Björnsson, gítarleikari Hljóma, segir áhersluna vera á skemmtilega dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. „Við byrjum tónleikana á því að spila okkar efni og svo syngja Heimismenn sín lög. Svo ljúkum við dagskránni með því að syngja saman lög, bæði frá okkur og þeim í útsetningum Gunnars Þórðarsonar og Stefáns R. Gíslasonar, kórstjóra."
Fróðlegt verður að fylgjast með útkomunni, enda er um að ræða tvær ástsælustu „hljómsveitir" landsins.
Gert er ráð fyrir að halda þrenna tónleika, sá fyrsti verður í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki þann 26. mars næstkomandi en svo verður spilað í Reykjanesbæ þann 9. apríl og 10. apríl í Háskólabíói.
Erlingur Björnsson, gítarleikari Hljóma, segir áhersluna vera á skemmtilega dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. „Við byrjum tónleikana á því að spila okkar efni og svo syngja Heimismenn sín lög. Svo ljúkum við dagskránni með því að syngja saman lög, bæði frá okkur og þeim í útsetningum Gunnars Þórðarsonar og Stefáns R. Gíslasonar, kórstjóra."
Fróðlegt verður að fylgjast með útkomunni, enda er um að ræða tvær ástsælustu „hljómsveitir" landsins.