Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hljómahöllin: Framkvæmdir hafnar á ný
Þriðjudagur 15. september 2009 kl. 08:33

Hljómahöllin: Framkvæmdir hafnar á ný


Framkvæmdir við Hljómahöllina eru hafnar á nýjan leik. Farið verður mun hægar í þær en upphaflega var áætlað þar sem fjármögnun verksins er ekki lokið. Unnið verður að 1. áfanga verksins sem snýr lóðaframkvæmdum og að klára húsið að utan. Einnig stendur til að ljúka framkvæmdum við Stapa.

Upphafleg kostnaðaráætlun nam rúmum 1250 milljónum króna auk búnaðar í allt húsið. Vegna aðstæðna sem nú eru uppi hefur verið dregið úr kostnaði m.a. með því að hætta við byggingu kjallara auk gryfju undir sviði Stapa.

Vegna hækkunar byggingarvísitölu nemur áætlaður byggingarkostnaður nú 2,05 milljörðum króna en allur búnaður kostar um 300 millljónir. Búið er að greiða framkvæmdakostnað upp á rétt rúman milljarð, samkvæmt því sem fram kemur í svari meirihluta bæjarstjórnar við fyrirspurn Ólafs Thordersen, bæjarfulltrúa A-lista.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024