Hljómahöll verðlaunuð á Degi íslenskrar tónlistar
Tómas Young, forstöðumaður Hljómahallar, tók í dag við viðurkenningu fyrir hönd Hljómahallar á Degi íslenskrar tónlistar.
Á verðlaununum, sem bera nafnið Glugginn, segir að „Hljómahöll í Reykjanesbæ hljóti verðlaun fyrir að halda úti heimili íslenskrar tónlistar í Reykjanesbæ með hugmyndaríku safni og fjölbreyttri tónlistardagskrá undanfarin ár.“