Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlíðarvatn í Selvogi: Drottning silungsvatnanna
Laugardagur 13. mars 2021 kl. 06:03

Hlíðarvatn í Selvogi: Drottning silungsvatnanna

Hlíðarvatn er staðsett í vestanverðum Selvogi og er með gjöfulustu bleikjuvötnum á landinu. Stundum nefnt Drottning silungsvatnanna á Íslandi.

Flatarmál vatnsins er 3,3 ferkíló­metrar. Það er fremur grunnt og meðald­ýpi þess er um 2,9 metrar. Mesta d­ýpi er fimm metrar samkvæmt mælingum í apríl 1964.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Afrennsli úr vatninu er Vogs­ó­s en ekkert sjáanlegt yfirborðs vatn rennur í vatnið heldur er allt rennsli í það úr uppsprettum. Af rúmmáli vatnsins og afrennsli má ráða að það end­urnýjar sig á tæpum 39 só­larhringum.

Hlíðarvatn er í eigu Strand­ar­kirkju en kirkjan á jarðirnar fjó­rar sem umlykja vatnið. Strandarkirkja í Selvogi er víðfræg vegna þess hve árangursríkt það þykir að heita á hana.

Margar þjóðsögur eru til úr Selvogi og gera þær, ásamt hrjóstrugri og tilkomumikilli náttúru, dvöl við Hlíðarvatn áhrifaríka og ánægjulega.

Texti og myndir: Jón Steinar Sæmundsson