Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 9. febrúar 2000 kl. 15:59

Hlévangur fær fótsnyrtistól

Lionessuklúbbur Keflavíkur gaf Hlévangi100 þúsund krónur í síðustu viku, til kaupa á nýjum fótsnyrtingastól. Dagbjört Óskarsdóttir og Anna Steina Þorsteinsdóttir, fulltrúar Lionessuklúbbsins, afhentu forstöðukonu Hlévangs, Auði Guðvinsdóttur gjöfina. Auður þakkaði góða gjöf fyrir hönd íbúa Hlévangs og sagði að hún myndi alveg örugglega nýtast þeim vel. Lionessur voru gjafmildar þennan dag því þær heimsóttu líka Tjarnarskóla, við Suðurgötu í Keflavík, og gáfu 100 þúsund krónur til kaupa á myndbandstæki og sjónvarpi sem nota á til kennslu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024