Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hlaut viðurkenningu fyrir forystu í vef- og upplýsingamálum
Þriðjudagur 7. júní 2005 kl. 14:06

Hlaut viðurkenningu fyrir forystu í vef- og upplýsingamálum

Leikskólinn Holt hlaut í dag viðurkenningu ársins 2004 fyrir forystu í vef- og upplýsingamálum í leikskólum Reykjanesbæjar.

Viðurkenninguna veitir samráðshópur um tölvu- og upplýsingamál hjá Reykjansbæ og afhenti Reynir Valbergsson fjármálastjóri Kristínu Helgadóttur leikskólastjóra viðurkenninguna í morgun.

Leikskólinn Holt var fyrstur leikskóla til þess að opna vef og hefur verið í  fararbroddi annarra leikskóla í upplýsingamálum en í dag eru allir leikskólar Reykjanesbæjar búnir að opna vefsíðu með helstu upplýsingum um leikskólastarfið.

Á leikskólanum Holti er jafnframt tölvuver sem er mjög vinsælt hjá börnunum.

Af vef Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024