Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 18. maí 2001 kl. 10:15

Hlaut opið beinbrot í hörðum árekstri

Alvarlegt umferðarslys varð á Hringbraut á móts við Norðurtún í Keflavík á níunda tímanum í morgun.Bifreið sem ók út úr bifreiðastæði við fiskbúðina Fiskbæ fór í veg fyrir aðra bifreið. Ökumaður annars bílsins, liðlega tvítug stúlka, hlaut opið beinbrot á fæti og aðra áverka. Hún festist í bílnum og tók það sjúkraflutningsmenn nokkra stund að losa hana. Þó þurfti ekki að beita klippum. Stúlkan var flutt á sjúkrahús í Keflavík og síðan áfram til Reykjavíkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024