Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlaut höfuðmeiðsl eftir fall af hestbaki
Fimmtudagur 12. ágúst 2004 kl. 10:23

Hlaut höfuðmeiðsl eftir fall af hestbaki

Maður slasaðist á höfði eftir að hafa fallið af hestbaki rétt utan við Grindavík í gær. Slysið átti sér stað um áttaleytið í gær og var maðurinn fluttur á sjúkrahús til Reykjavíkur til aðhlynningar.

Þegar sjúkralið og lögregla kom á staðinn var maðurinn með skerta meðvitund og blæddi úr eyra hans. Segir í dagbók lögreglu að hann hafi hlotið áverka á höfuðkúpu þrátt fyrir að hafa verið með hjálm.

Í nótt voru fjórir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast fór var mældur á 147 km hraða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024