Hlaut 11 milljón dollara styrk
Keflvíkingurinn Dr. Júlíus Friðriksson, prófessor í talmeinafræði við Suður Karolínu háskóla og samstarfsfélagar hans hafa hlotið 11,1 milljón dollara styrk, 1.3 milljarða króna frá bandarísku heilbrigðisstofnuninni NIH, til þess að stofna vísindamiðstöð sem vinnur að rannsóknum á sviði endurhæfinga eftir heilablóðfall. Vefur Ríkisútvarpsins, rúv.is, greinir frá þessu.
Styrkurinn verður notaður til að rannsaka hvernig aldur, kyn og heilbrigði hefur áhrif á enduhæfingu þeirra sem fengið hafa málstol vegna heilablóðfalls.
Lesa má um styrkinn og feril Júlíusar á vef háskólans.