Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlaupahjól tekin í tollinum
Mánudagur 23. júní 2003 kl. 11:49

Hlaupahjól tekin í tollinum

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur á tæplega síðasta hálfum mánuði tekið um 30 hlaupahjól með hjálparmótor af farþegum sem eru að koma til landsins. Hlaupahjól með mótor eru skráningarskyld og falla undir reglur um létt bifhjól. Þess vegna verða þau að hafa allan öryggisbúnað eins og bifhjól, t.d. hemla, stefnuljós og ljós, sömuleiðis verða þau að vera tryggð. Ökumenn 15 ára og eldri skulu hafa próf á létt bifhjól. Hlaupahjólin sem Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur gert upptæk verða ekki tollafgreidd nema gerðar verði á þeim breytingar sem upp fylla skilyrði léttra bifhjóla.

Í fyrra varð óhapp sem leiddi til þess að dómsmálaráðherra ákvað að hlaupahjól með mótor teljist vera létt bifhjól og falli undir reglugerðir um búnað ökutækja.

Af vef Ríkisútvarpsins.

VF-myndin: Hlaupahjólin sem Tollgæslan hefur verið að leggja hald á síðustu daga. Mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024