Hlakka til að taka við starfi bæjarstjóra
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs samþykkti á fundi sínum í gær að ráða Oddnýju Harðardóttur bæjarstjóra Sveitarfélagsins Garðs og gildir ráðningin fyrir kjörtímabilið 2006-2010. Um ráðningatíma og kjör verður gerður sérstakur ráðningarsamningur. Bæjarráði Garðs er falið að ganga frá ráðningarsamningnum. Þetta var samþykkt með 4 atkvæðum N-lista. F-listinn sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Oddný Harðardóttir, nýráðinn bæjarstjóri, lét færa til bókar á fundinum:
„Ég þakka fyrir það traust sem mér er sýnt. Ég hlakka til að taka við starfi bæjarstjóra og mun leggja mig fram við að sinna því af alúð og heilindum. Ég óska eftir góðu samstarfi við alla bæjarfulltrúa sem og við starfsmenn bæjarins við að leysa þau fjölmörgu verkefni sem framundan eru.“
Oddný Harðardóttir, nýráðinn bæjarstjóri, lét færa til bókar á fundinum:
„Ég þakka fyrir það traust sem mér er sýnt. Ég hlakka til að taka við starfi bæjarstjóra og mun leggja mig fram við að sinna því af alúð og heilindum. Ég óska eftir góðu samstarfi við alla bæjarfulltrúa sem og við starfsmenn bæjarins við að leysa þau fjölmörgu verkefni sem framundan eru.“