Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hláka áfram
Fimmtudagur 3. desember 2009 kl. 08:25

Hláka áfram


Hitatölur veðurkortanna verða rauðar næstu daga hér á Suðvesturhorninu. Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir Norðaustan 8-13 m/s, í dag en sums staðar mun hvassara við fjöll. Skýjað með köflum, en stöku él N-til. Austan 8-13 og slydda með köflum á morgun. Hiti 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Norðan 8-13 m/s, en mun hvassara á Kjalarnesi. Dregur úr vindi og léttir til í dag. Austan 8-13 og slydda með köflum á morgun. Hiti 0 til5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:
Norðaustlæg átt, víða 8-13 m/s, en hægari NA-lands. Slyddu- eða snjóél, einkum úti við ströndina. Hiti 1 til 5 stig við sjávarsíðuna, en vægt frost inn til landsins.

Á laugardag:
Austan og suðaustan 8-15 m/s, hvassast V-lands framan af degi. Víða slydda eða rigning, en snjókoma fyrir norðan. Rofar til seinni partinn. Hlýnandi veður.

Á sunnudag:
Ákveðin austlæg átt með rigningu, einkum SA-lands, en slyddu fyrir norðan. Hiti 1 til 8 stig, svalast á N-landi.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt með skúrum eða éljum, einkum S- og A-lands. Áfram fremur milt veður.
---

Ljósmynd/Ellert Grétarsson - Frá Reykjanesi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024