Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hlaðnir seðlum og pöntuðu glæsimáltíð
Þriðjudagur 15. júlí 2003 kl. 13:13

Hlaðnir seðlum og pöntuðu glæsimáltíð

Nokkuð hefur borið á nýríkum rússum í Leifsstöð síðustu misseri. Síðast í gær höfðu viðkomu í flugstöðinni rússneskir auðkýfingar sem höfðu sérstakan smekk. Ekkert boðlegt var að finna á matseðli flugstöðvarinnar og því var sent eftir veitingum frá þekktu veitingahúsi í Reykjavík. Var leigubíll sendur úr höfuðborginni með humar og sérstakt og sérvalið hvítvín. Að sögn heimildarmanns í flugstöðinni ráku margir upp stór augu þegar kom að því að greiða fyrir veitingarnar, því rússarnir höfðu meðferðis skjalatösku af stærri gerðinni sem var hlaðin "grænum og ilmandi" dollurum, eins og hann orðaði það og þeir fóru ekkert með það í felur að taskan væri full af seðlum. Rússarnir munu hafa yfirgefið landið eftir tveggja tíma stopp.Nýverið lenti hér einnig einkaþota sem varð að millilenda hér vegna bilunar. Kona sem ferðaðist með vélinni hafði hund með sér á ferðalaginu og stóð til að hún tæki vél Flugleiða vestur um haf. Þegar ljóst var að hún mætti ekki hafa hundinn með sér inni í Flugleiðavélinni, hringdi hún erlendis og lét senda aðra einkaþotu eftir sér og hundinum. Aðstoðarfólk hennar fór hins vegar utan með vél Flugleiða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024