Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hjúkrunarráðs HSS hvetur þingmenn til að hafna fjárlögum
Þriðjudagur 3. desember 2013 kl. 09:02

Hjúkrunarráðs HSS hvetur þingmenn til að hafna fjárlögum

Hjúkrunarráð hvetur þingmenn Suðurkjördæmis til þess að hafna fjárlögum ársins 2014. Þetta kemur fram í ályktun ráðsins. Þar segir einnig að samkvæmt útreikningum sem gerðir hafa verið er ljóst að framlög til heilbrigðismála á landsvísu eru lægst á Suðurnesjum á hvern íbúa og hefur það bein áhrif á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). HSS hefur verið fjársvelt svo árum skiptir og er ljóst að þolmörkum er löngu náð. Hjúkrunarráð fer þess á leit við alþingismenn Suðurkjördæmis að þeir skýri út hvers vegna þessi mismunur hefur verið.

HSS sinnir bæði grunnþjónustu og sérhæfðri þjónustu við Suðurnesjamenn og hefur hjúkrunarráð miklar áhyggjur af þeim mikla sparnaði sem gengið hefur yfir stofnuna og til þess að HSS geti viðhaldið núverandi þjónustu og gert ennþá betur verður að gera lagfæringar á framlögum til heilbrigðismála á Suðurnesjum.

Ef ekki verður gerð leiðrétting á fjárlögum ársins 2014 til HSS er ljóst að stofnunin mun ekki geta sinnt sínu hlutverki á viðunandi hátt sem leiðir til skertrar þjónustu og fjölda uppsagna heilbrigðisstarfsfólks.

Undir ályktunina skrifa fyrir hönd hjúkrunarráð HSS þau Garðar Örn Þórsson, hjúkrunarfræðingur, formaður, Steina Þórey Ragnarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, Katrín Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Vigdís Elísdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024