Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hjúkrunarráð HSS mótmælir harðlega ákvörðun Reykjanesbæjar
Mánudagur 11. nóvember 2013 kl. 16:30

Hjúkrunarráð HSS mótmælir harðlega ákvörðun Reykjanesbæjar

„Stjórn hjúkrunarráðs [Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja] mótmælir harðlega þeirri ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að fela Hrafnistu það verkefni að reka hjúkrunarheimilið að Nesvöllum. Ljóst er að HSS sat ekki við sama borð og Hrafnista og það að tilboði HSS hafi ekki verið svarað er alls ekki boðlegt. Ljóst er að HSS er fullkomlega í stakk búið til að reka Nesvelli, hefur yfir að skipa færu heilbrigðisstarfsfólki sem lætur sig virkilega varða heilsu aldraðra á Suðurnesjum. HSS hefur verið að veita heildræna hjúkrun og þjónustu í formi öldrunarrýma, heimahjúkrunar, hvíldarrýma og almennrar heilsugæsluþjónustu. Það er furðuleg ákvörðun að bæjarstjórn telji öldrunarþjónustu betur borgið utan Suðurnesja. Með þessum orðum er ekki verið að draga getu Hrafnistu í efa,“ segir í ályktun hjúkrunarráðs Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þar sem sæti eiga þau Garðar Örn Þórsson hjúkrunarfræðingur og formaður,Steina Þórey Ragnarsdóttir ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, Katrín Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og Vigdís Elísdóttir  hjúkrunarfræðingur. Þar segir jafnframt:

„Það hefur verið að koma betur og betur í ljós að einkarekstur heilbrigðissþjónustunnar er að verða að veruleika á kostnað þeirra aðila sem hafa staðið sig vel í þessum málaflokki. Suðurnesin eru eitt af fjölmennustu svæðum landsins utan Höfuðborgarsvæðis og því er það undarleg ákvörðun að einkaaðili af Höfuðborgarsvæðinu fái umboð til reksturs hjúkrunarheimilis á Suðurnesjum“.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024