Hjúkrunarheimili í Sandgerði?
Bæjarráð Sandgerðis hefur bókað eftirfarandi vegna óska Sveitarfélagsins Garðs um endurbætur og hugsanlega stækkun Garðvangs sem send var til samstarfsaðila Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum (DS) 30. júní sl. Fyrir fundinum lá svar Reykjanesbæjar við sama erindi.:
„Bæjarráð Sandgerðisbæjar tekur undir þá afstöðu bæjarráðs Reykjanesbæjar að styðja hugmyndir um endurbætur á Garðvangi en að jafnframt sé rétt að sveitarfélögin vinni að sameiginlegri stefnumörkum á framtíðaruppbyggingu og fjölgun hjúkrunarrýma á Suðurnesjum áður en ákvarðanir um stækkun Garðvangs verði teknar.
Bæjarráð Sandgerðisbæjar telur rétt að benda á að engin hjúkrunarrými eru í Sandgerðisbæ og tímabært að huga að því að jafna aðstöðu íbúa á svæðinu hvað þessa þjónustu varðar“.