Hjúkrunarheimili fyrir 1200 til 1500 milljónir króna
Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ á að vera tilbúið 2014 og mun kosta á bilinu 1200 til 1500 milljónir króna. Bygging þess verður mikil lyftistöng fyrir byggingariðnaðinn á Suðurnesjum.
Í meðfylgjandi myndskeiði eru viðtöl við þá Guðbjart Hannesson velferðarráðherra, Böðvar Jónsson forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra, þar sem þeir tjá sig um samninginn sem undirritaður var í dag og hvaða þýðingu hann hefur fyrir Reykjanesbæ, málefni aldraðra og eins hvaða áhrif þessi framkvæmd hefur fyrir atvinnulífið.