Hjúkrunarfræðingar óska eftir skilningi samfélagsins
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðað yfirvinnubann þann 10.júlí kl.16:00, þar til samningar nást við kjaranefnd ríkisins. Í því felst að engin hjúkrunarfræðingur má vinna yfirvinnu.
Bryndís Sævarsdóttir, deildarstjóri hand- og lyflæknisdeildar og Þórunn Benediktsdóttir, hjúkrunarforstjóri HSS hafa áhyggjur af velferð sjúklinga í tilvonandi yfirvinnubanni og óska eftir skilningi samfélagsins í kjarabaráttunni.
Nánar i Víkurfréttum á morgun.
Mynd: Bryndís Sævarsdóttir, deildarstjóri og Þórunn Benediktsdóttir, hjúkrunarforstjóri HSS.
Víkurfréttir/IngaSæm