Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hjólreiðastígur yfir Vogastapa lagður á árinu
Þriðjudagur 24. janúar 2017 kl. 09:27

Hjólreiðastígur yfir Vogastapa lagður á árinu

Eitt af þeim verkefnum sem ráðist verður í á árinu 2017 er framkvæmt við lagningu hjólreiðastígs yfir Vogastapa. Með því móti verður komin á góð tenging hjólandi og gangandi vegfarenda milli Voga og Reykjanesbæjar, og hið góða stígakerfi sem þar er til staðar. 
 
Lagning stígsins er að auki liður í þeirri viðleitni að bjóða hjólreiðamönnum sem ferðast milli höfuðborgarsvæðisins og flugstöðvarinnar upp á þann valkost að hjóla ekki eftir Reykjanesbrautinni. Góðar tengingar eru allt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gegnum Reykjanesbæ að lögsögumörkum Voga, á Vogastapa. 
 
Með lagningu stígs þaðan að Vogum geta hjólreiðamenn haldið áfram för sinni um Vatnsleysustrandarveg, sem leið liggur inn að Hvassahrauni. Í fyllingu tímans verður svo vonandi komið á tengingu frá Hvassahrauni að Straumi, en góðar stígatengingar inn á höfuðborgarsvæðið eru frá álverinu í Straumsvík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024