Hjólkoppaþjófur staðinn að verki
Karlmaður á sextugsaldri var svo gott sem staðinn að verki þegar hann stal hjólkoppum undan vinnubifreið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Vinnubifreiðin stóð á bílastæði og námu öryggismyndavélar það sem gerðist á svæðinu. Sást hvar annarri bifreið var lagt við hlið vinnubifreiðarinnar á þeim tíma sem hjólkopparnir hurfu.
Lögregla hafði upp á þeim sem grunaður var og viðurkenndi hann stuldinn. Eigandi vinnubifreiðarinnar ákvað að láta þar við sitja fengi hann hjólkoppana aftur. Sá fingralangi skilaði þeim í viðurvist lögreglu og var harla skömmustulegur þegar hann gekk sína leið að því loknu.