Hjólbörutónleikar á fimmtudaginn
-algjörlega tímabært að skella í einn svona viðburð
Þeir félagar Arnór B. Vilbergsson, Kjartan Már Kjartansson og Elmar Þór Hauksson munu bjóða upp á svokallaða hjólbörutónleika í Keflavíkurkirkju á fyrsta degi Ljósanætur þar sem tónleikagestum býðst að velja óskalög af 100 laga lista.
Þannig verður efnisskráin til á staðnum en hjólbörurnar verða meðal annars notaðar til þess að bera allar nóturnar inn. Það er því stutt í glensið og eflaust slegið á létta strengi á tónleikunum sem munu standa yfir í eina klukkustund.
"Við höfum keyrt í gegnum mikið magn af lögum saman og það var því algjörlega tímabært að skella í einn svona viðburð", sagði Arnór en þeir félagar hafa starfað mikið saman í kirkjunni, bæði við athafnir og á tónleikum. Elmar bætti því við að hann verður búinn að raka sig fyrir tónleikana.
Tónleikarnir verða í Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 3. september kl. 18:00 og er miðasala við innganginn.
Hér má sjá þá félaga á æfingu í Keflavíkurkirkju og veitir víst ekki af þegar lögin eru jafnmörg.
Hljólbörutónleikar í Keflavíkurkirkju from Dagný Gísladóttir on Vimeo.