Hjólastóll finnst á víðavangi
Hjólastól hefur verið hent á Miðnesheiði, ofan Sandgerðis. Hjólastóllinn er lítið laskaður, en fótstig virðist vera brotið og stóllinn aðeins ryðgaður. Engin ruslahaugur er í grennd við stólinn og hlýtur þetta að vera óvenjulegur geymslustaður fyrir hjólastóla, enda eru slíkir stólar mjög dýrir.
Sigríður Jónsdóttir forstöðumaður skammtímavistunar í Lyngseli sagði í samtali við Víkurfréttir að hún vissi ekki til þess að neinn hafi tapað hjólastóleit. „Mér finnst mjög óvenjulegt að hjólastól sé hent með þessum hætti og við ætlum að kanna hvaða stóll þarna liggur.“
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson
Sigríður Jónsdóttir forstöðumaður skammtímavistunar í Lyngseli sagði í samtali við Víkurfréttir að hún vissi ekki til þess að neinn hafi tapað hjólastóleit. „Mér finnst mjög óvenjulegt að hjólastól sé hent með þessum hætti og við ætlum að kanna hvaða stóll þarna liggur.“
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson