Hjólakappar fuku ítrekað útaf veginum undir Hafnarfjalli
Hjólakapparnir okkar hafa heldur betur lent í hremmingum í morgun. Undir Hafnarfjalli við Borgarnes fuku strákarnir ítrekað útaf veginum og út í móa. Þar var sannkallað óveður, 32 metrar á sekúndu. Um tíma urðu þeir að teyma hjólin, því það var ekki hægt að hjóla.
Nú eru kapparnir við Esjurætur og komnir úr Hvalfjarðargöngum. Þeir gera ráð fyrir að vera á skökkvistöðinni í Hafnarfirði kl. 15 og þaðan verður lagt á Reykjanesbrautina. Þeir sem vilja hjóla með þeim síðasta spölinn eru hvattir til að mæta þangað eða við álverið í Straumsvík.
Okkar menn eiga síðan von á miklum móttökum þegar þeir koma til Reykjanesbæjar síðdegis eða undir kvöld.
Nú eru kapparnir við Esjurætur og komnir úr Hvalfjarðargöngum. Þeir gera ráð fyrir að vera á skökkvistöðinni í Hafnarfirði kl. 15 og þaðan verður lagt á Reykjanesbrautina. Þeir sem vilja hjóla með þeim síðasta spölinn eru hvattir til að mæta þangað eða við álverið í Straumsvík.
Okkar menn eiga síðan von á miklum móttökum þegar þeir koma til Reykjanesbæjar síðdegis eða undir kvöld.