Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hjólakappar fá baráttukveðjur á vf.is
Miðvikudagur 7. júní 2006 kl. 13:17

Hjólakappar fá baráttukveðjur á vf.is

„Heilir og sælir kæru félagar.  Hér er vel fylgst með gangi mála hjá ykkur og erum við mjög stolt af þessu framtaki ykkar.  Það er sönn hetjudáð að hjóla 1550 km í alla vega veðri sem og upp um fjöll og firnindi á 10 dögum.  Þið eigið einnig hrós skilið fyrir það að safna fé til handa langveikum börnum. Hér eru farin áheit af stað en starfsmenn eru hvattir til að styrkja framtakið um kr. 100 á hvern hjóladag og að auki kr. 50 fyrir hvern þann dag sem fyrirfram ákveðin markmið nást sem gerir kr. 1.500 á starfsmann.“ Svona hljómar kveðja frá dagvinnumönnum lögreglunnar í Keflavík og hvetjum þeir starfsfélagana á vöktunum að senda inn kveðju með mynd. Þær sendast á póstfangið [email protected]

Víkurfréttir skora á fólk að senda hjólaköppunum baráttukveðjur og að efna til fjársöfnunar og áheita á sínum vinnustað. Hér á Víkurfréttum er nú verið að safna fjármunum á meðal starfsfólks fyrir langveik börn. Lagt er til að hver starfsmaður gefi 1000 krónur í söfnunina og fyrirtækið leggur annað eins á móti.

Við skorum á önnur fyrirtæki á Suðurnesjum að gara slíkt hið sama, meira eða minna, allt eftir getu hvers og eins!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024