Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hjólakappar að renna í hlað á Bifröst
Þriðjudagur 13. júní 2006 kl. 19:57

Hjólakappar að renna í hlað á Bifröst

Hjólakapparnir okkar, sem hjóla til góðs fyrir langveik börn á Íslandi, eru í þann mund að renna í hlað á Bifröst í Borgarfirði. Þaðan er um 3ja tíma hjólaferð til Borgarness, þar sem gist verður í nótt.

Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri og hjólagarpur, sagðist í samtali við Víkurfréttir vera búinn að vera með vindinn í fangið í allan dag. Það er því ljóst að veðurguðirnir hafa viljað faðma okkar menn vel síðustu daga. Allir eru heilir og fullir orku.

Bjarni slökkviliðsstjóri í Bogarnesi og eiginkona hans bíða með síðbúinn kvöldverð þegar strákarnir koma í Borgarnes og síðan verður gist á Hótel Borgarnesi, sem býður upp á gistinguna sem framlag til söfnunarinnar. Þannig hefur það einnig verið víða um land, vel hefur verið tekið á móti okkar mönnum og fólk ekki viljað taka við greiðslu fyrir veitta þjónustu, allt fyrir málstaðinn.

Kapparnir fjórir á hjólunum og Árni Óla, þjónustubílstjóri, eru væntanlegir til Reykjanesbæjar seint á morgun. Það ræðst af því hvort hópurinn fái að fara hjólandi í gegnum Hvalfjarðargöngin í lögreglufylgd.

Hér með er skorað á Spöl að taka þátt í verkefninu og veita fylkingunni greiða leið um göngin í fylgd lögreglu!

VF-símamynd:
Okkar menn koma af Holtavörðuheiði síðdegis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024