Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Hjólahýsahverfið“ á leiðinni út á þjóðvegi landsins
Þriðjudagur 22. maí 2007 kl. 13:43

„Hjólahýsahverfið“ á leiðinni út á þjóðvegi landsins

Áhyggjur fólks af því að hjólhýsahverfi sé að rísa utan við einbýlishús í Reykjanesbæ eru óþarfar. Hjólhýsin eru öll á leiðinni út á þjóðvegi landsins á vegum nýrrar hjólhýsaleigu. Erlendu verkamennirnir, sem talið var að héldu til í hjólhýsunum, búa hins vegar í kjallaraíbúð þar sem hjólhýsin standa. Eigandi hjólhýsaleigunnar segir að mikill umgangur um hjólhýsin eigi sér skýringar. Það sé verið að standsetja húsin fyrir útleigu. Þeim hafi ekki ennþá verið fundinn annar staður. Hjólhýsin verði vart á þessum stað í sumar, því ætlunin sé að leigja þau út fram á haustið, þegar þau verða síðan sett í geymsluhús yfir veturinn.

Slökkviliðsstjóri og byggingafulltrúi munu þrátt fyrir þetta kanna aðstæður á staðnum í dag, m.a. vegna sambrunahættu.

Eigandi hjólhýsaleigunnar verður í viðtali við Víkurfréttir sem koma út á fimmtudaginn, þar sem fram kemur að hann horfi björtum augum til ferðasumarsins sem sé að ganga í garð.

Mynd: Hjólhýsaleiga ætlar að koma þessum hjólhýsum út á þjóðvegi landsins en rekur ekki vinnubúðir fyrir erlent vinnuafl í þeim.  VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024