Hjólahetjur í aftakaveðri á Norðurlandi
Félagarnir Jóhannes A. Kristbjörnsson, Sigmundur Eyþórsson, Gestur Pálmason og Júlíus Júlíusson geta þakkað þjónustubílstjóranum sínum, honum Árna Óla, að þeir voru til frásagnar í kvöld þegar Víkurfréttir öfluðu frétta af ferðalagi þeirra milli Akureyrar og Blönduóss. Þeir hrepptu aftaka veður á Norðurlandi og hjóluðu um tíma í blindbyl og skafrenningi. Þrátt fyrir mótlæti veðurguðanna í dag, var stutt í brosið og sögðu þeir félagar í kvöld að nafninu á verkefninu hafi verið breytt í dag í Hjólað til skjóls, en þeir félagar fengu að norpa í skjóli við þjónustubílinn um tíma í dag, þegar verstu hryðjurnar gengu yfir.
Nýjustu fréttir af hjólaköppum hér!
Myndin: Úr safni