Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hjólafólk þarf öruggari leið til Reykjavíkur
Horft frá Ásbrú og yfir Reykjanesbraut. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 4. október 2016 kl. 07:20

Hjólafólk þarf öruggari leið til Reykjavíkur

Mikil og brýn þörf er á að koma upp öruggri leið fyrir hjólreiðamenn milli höfuðborgarsvæðisins og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Þau mál hafa nokkuð verið skoðuð, m.a. hefur verið unnin úttekt og hönnun á lögn á slíkri samgönguleið. Í þeim hugmyndum er gert ráð fyrir að beina allri umferð hjólandi vegfarenda af Reykjanesbraut inn á stíga og vegi, m.a. yfir Vogastapa og eftir Vatnsleysuströnd.

„Þetta er dýrt verkefni, og ekki á færi fámenns sveitarfélags eins og Voga að fjármagna slíka framkvæmd. Mikilvægt er því að stuðla að aðkomu aðila eins og Vegagerðarinnar og Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til að hrinda þessu mikilvæga verkefni í framkvæmd,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í pistli sem hann skrifar í vikulegt fréttabréf sitt í Vogum.

Hann segir einnig: „Við sem ökum Reykjanesbrautina að staðaldri sjáum nánast daglega fjöldann allan af hjólreiðamönnum, sem puða á vegöxlinni þar sem hröð bílaumferðin fer hjá. Það er nokkuð ljóst út frá umferðaröryggissjónarmiðum að hjólreiðar og hraðbrautarakstur er nokkuð sem ekki fer vel saman“.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024