Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hjólaði á vegg og handleggsbrotnaði
Laugardagur 13. maí 2017 kl. 06:00

Hjólaði á vegg og handleggsbrotnaði

Það óhapp átti sér stað í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni að ung stúlka hjólaði á vegg skólahúss í Vogum og handleggsbrotnaði. Hafði stúlkan verið að hjóla niður brekku en ekki náð að stöðva hjólið í tæka tíð með fyrrgreindum afleiðingum. Hún var flutt á spítala þar sem myndatökur leiddu í ljós að hún hafði brotnað á báðum handleggjum við höggið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024